Erlent

Minnst sjö létust í gassprengingu við kvennadeild sjúkrahúss í Mexíkó

Atli Ísleifsson skrifar
Stór hluti byggingarinnar eyðilagðist í sprengingunni.
Stór hluti byggingarinnar eyðilagðist í sprengingunni. Mynd/Facebook
Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar af fjögur börn, og rúmlega fimmtíu eru sárir eftir að gassprenging varð fyrir utan kvennadeild sjúkrahúss í Mexíkóborg fyrr í dag.

Í frétt CNN segir að flutningabill með fljótandi gasi hafi sprungið í Cuajimalpa í vesturhluta höfuðborgarinnar.

Borgarstjórinn Angel Macera segir að flestir hafi særst eftir að rúður á spítalanum brotnuðu, en stór hluti byggingarinnar eyðilagðist í sprengingunni.

Óttast er að fjöldi fólks sé grafið í rústum byggingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×