Erlent

Kýr í Noregi fékk afbrigði kúariðu

Atli Ísleifsson skrifar
Grunur barst um mögulegt kúariðusmit í Nyrðri-Þrándalögum í síðustu viku.
Grunur barst um mögulegt kúariðusmit í Nyrðri-Þrándalögum í síðustu viku. Vísir/Getty
Norska matvælastofnunin hefur staðfest að kýr hafi greinst með afbrigði af kúariðu í Nyrðri-Þrándalögum.

Talsmaður stofnunarinnar segir þessa gerð veikinnar af og til koma upp í eldri kúm og að tilfellið hafi ekki nein áhrif á matvælaöryggi í landinu.

Bjørn Røthe Knudtsen hjá Norsku matvælastofnuninni segir þetta afbrigði mun heppilegra viðeignar, borið saman við klassíska kúariðu. Áfram sé öruggt að neyta kjöts og drekka mjólk.

Kýrin hefur nú verið aflífuð og hræinu fargað, en grunur barst um mögulegt kúariðusmit í Nyrðri-Þrándalögum í síðustu viku.

Lesa má um kúariðu á Vísindavef Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×