Jose Mourinho: Þegar ég sé hann þá slekk ég á sjónvarpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2015 12:45 Jose Mourinho og Lucas Leiva rífast. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er enn að tala um herferð gegn sér og núna er sökudólgurinn einn knattspyrnusérfræðingurinn í sjónvarpinu. Mourinho vildi þó ekki nefna hann á nafn í viðtölum eftir leik. Mourinho er sérstaklega pirraður út í herferðina gegn Diego Costa sem varð þó uppvís að því að stíga tvisvar sinnum á leikmann Liverpool í gær. Portúgalinn brást því illa við þegar hann varð spurður út í hegðun Costa eftir sigurinn á Liverpool í gær. „Ég tel að þú sért undir áhrifum frá ... Ég ætla að nota orð sem hefur komið mér áður í vandræði en ég tel þó að þeir geti ekki refsað mér núna fyrir að segja að það sé herferð gegn mér í sjónvarpinu og þá sérstaklega hjá einum spekingi. Hann er alltaf að tala um Diego Costa glæpi. Þessi gæi hlýtur að vera klikkaður," sagði Jose Mourinho við BBC. „Þessir gæjar í sjónvarpinu hafa frábært sæti, fá vel borgað og það er engin pressa á þeim. Þeir hafa líka alltaf rétt fyrir sér, þeir tapa aldrei, vinna alltaf. Þeir verða hinsvegar að vera sanngjarnir og þeir verða að segja satt," sagði Mourinho. „Gleymum þessu bara og förum á Wembley. Ég veit ekki hvað hann heitir því þegar ég sé hann þá slekk ég á sjónvarpinu," sagði Mourinho en flestir telja það að hann sé að ræða Jamie Redknapp, fyrrum leikmann Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er enn að tala um herferð gegn sér og núna er sökudólgurinn einn knattspyrnusérfræðingurinn í sjónvarpinu. Mourinho vildi þó ekki nefna hann á nafn í viðtölum eftir leik. Mourinho er sérstaklega pirraður út í herferðina gegn Diego Costa sem varð þó uppvís að því að stíga tvisvar sinnum á leikmann Liverpool í gær. Portúgalinn brást því illa við þegar hann varð spurður út í hegðun Costa eftir sigurinn á Liverpool í gær. „Ég tel að þú sért undir áhrifum frá ... Ég ætla að nota orð sem hefur komið mér áður í vandræði en ég tel þó að þeir geti ekki refsað mér núna fyrir að segja að það sé herferð gegn mér í sjónvarpinu og þá sérstaklega hjá einum spekingi. Hann er alltaf að tala um Diego Costa glæpi. Þessi gæi hlýtur að vera klikkaður," sagði Jose Mourinho við BBC. „Þessir gæjar í sjónvarpinu hafa frábært sæti, fá vel borgað og það er engin pressa á þeim. Þeir hafa líka alltaf rétt fyrir sér, þeir tapa aldrei, vinna alltaf. Þeir verða hinsvegar að vera sanngjarnir og þeir verða að segja satt," sagði Mourinho. „Gleymum þessu bara og förum á Wembley. Ég veit ekki hvað hann heitir því þegar ég sé hann þá slekk ég á sjónvarpinu," sagði Mourinho en flestir telja það að hann sé að ræða Jamie Redknapp, fyrrum leikmann Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Sjá meira