Enski boltinn

Rodgers stoltur | Mourinho vildi ekki tala um Costa

Skrtel og Costa tókust oft á.
Skrtel og Costa tókust oft á. vísir/getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var stoltur af sínu liði eftir tapið gegn Chelsea í kvöld og sagði sína menn hafa heilt yfir verið sterkari í leikjunum tveimur.

„Mér fannst liðið vera frábært. Ef við leggjum þessa tvo leiki saman þá vorum við betra liðið. Við fengum færin en nýttum þau ekki. Ég er stoltur því strákarnir gáfu allt sem þeir áttu í þessa leiki," sagði Rodgers eftir leikinn.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vildi lítið ræða um hegðun Costa í leiknum en hann traðkaði á tveim leikmönnum Liverpool og lenti í léttum slag við Gerrard.

„Ég vil ekki tala um einstaka ákvarðanir. Leyfum Costa að spila sinn fótbolta. Ég vil ekki heldur ræða vítið sem hann átti að fá. Þá verður mér refsað," sagði Mourinho en hann var ánægður með sitt lið og fagnaði vel í leikslok.

„Við vorum að vinna gott lið eftir tvo hörkuleiki. Við áttum reyndar að skora fyrr. Það er frábært að komast á Wembley og það skiptir okkur miklu máli að komast í úrslitaleik."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×