Stærstur hluti hagnaðar bankanna vegna endurmats á lánum Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2015 20:54 Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár aflaði og sendi Alþingi. Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. Marinó birti í dag þessa samantekt um gögnin sem Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi eigandi BM Vallár sendi Alþingi fyrir helgi. Marinó, sem er staddur í Danmörku en ræddi við Stöð 2 í gegnum Skype, segir að aldrei hafi verið gefið upp í fyrstu á nákvæmlega hvaða afslætti lánasöfnin hafi verið færð inn í nýju bankana. Hins vegar hafi verið hægt að lesa þetta út úr skýrslum til kröfuhafa föllnu bankanna síðar. Hann segir að gögn Víglundar hafi aðallega staðfest það sem menn hafi vitað, eða talið sig vita, lengi. Hefðu verið mikil mistök að gefa út skuldabréf upp á meira en þúsund milljarða Marinó segir ekki hægt að fallast á með Víglundi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi farið gegn hagsmunum almennings með samningum við kröfuhafa sumarið 2009. Hafa verði hugfast að gengið hafi verið út frá því í byrjun, við gerð upphaflegra stofnefnahagsreikninga, að nýju bankarnir gæfu út skuldabréf upp á samtals 1150 milljarða króna til slitabúa föllnu bankanna. Þessi svimandi háu skuldabréf hafi átt að vera endurgjald fyrir eignirnar sem fluttar hafi verið yfir í nýju bankana. Með því að láta eignarhaldið á Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) til slitabúanna hafi verið fallið frá þessum áformum. „Ísland hefði aldrei staðið undir þessum 1.150 milljarða skuldabréfum, þessum 800 milljörðum til viðbótar því sem var í upphaflegu efnahagsreikningunum. Þau skuldabréf hefðu bara verið ávísun á mjög stíf gjaldeyrishöft til langs tíma. Þannig að ég held að menn hafi ekki verið vísvitandi að gera eitthvað sem var ekki gott enda hefur mín gagnrýni aldrei snúið að því að Steingrímur hafi ekki verið að standa sig heldur fremur að því að bankarnir hafi ekki skilað afslættinum til lánþega,“ segir Marinó. Krafa um hver eigi að njóta góðs af afslætti studd siðferðisrökum Að þessu leyti eru Víglundur og Marinó sammála, þ.e. varðandi það hverjir hafi átt að njóta góðs af afslættinum sem lánasöfnin hafi verið færð á. Hann fellst þó krafan um slíkt sé einkum byggð á siðferðislegum grunni enda eigi menn ekki lögvarða kröfu til afsláttar þótt lánasafn hafi verið selt með afslætti eins og algengt er í viðskiptalífinu.Það er engin lagaregla sem styður þetta því lánasöfn ganga reglulega kaupum og sölum? „Jú, þetta er fyrst og fremst siðferðislegt atriði. Ég er ekki að segja að bankarnir hafi ekki skilað þessu. Heldur, þeir þurfa að sýna hvernig þeir gerðu það. Leggja spilin á borðið.“ Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á liðnum árum sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum og betri heimtum af þeim. „Við höfum séð það að Landsbankinn á tímabilinu 2009-2012, þá skráði hann inn um 170 milljarða króna sem virðisaukningu á lánum. Þessi virðisaukning getur ekki hafa átt sér stað nema af því að afslátturinn var tekinn inn í hagnað bankans í stað þess að renna til lánþega. Ef bankarnir hefðu ekki gert þetta þá værum við að sjá banka með mun veikari eiginfjárstöðu en þeir eru með í dag.“ Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og baráttumaður fyrir hagsmunum heimilanna, segir að nýju bankarnir eigi enn eftir að skýra út meðhöndlun sína á afslætti sem þeir fengu á lánasöfnum frá hrunbönkunum. Marinó hefur yfirfarið gögn sem Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár aflaði og sendi Alþingi. Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar nýju bankanna sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum. Marinó birti í dag þessa samantekt um gögnin sem Víglundur Þorsteinsson fyrrverandi eigandi BM Vallár sendi Alþingi fyrir helgi. Marinó, sem er staddur í Danmörku en ræddi við Stöð 2 í gegnum Skype, segir að aldrei hafi verið gefið upp í fyrstu á nákvæmlega hvaða afslætti lánasöfnin hafi verið færð inn í nýju bankana. Hins vegar hafi verið hægt að lesa þetta út úr skýrslum til kröfuhafa föllnu bankanna síðar. Hann segir að gögn Víglundar hafi aðallega staðfest það sem menn hafi vitað, eða talið sig vita, lengi. Hefðu verið mikil mistök að gefa út skuldabréf upp á meira en þúsund milljarða Marinó segir ekki hægt að fallast á með Víglundi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hafi farið gegn hagsmunum almennings með samningum við kröfuhafa sumarið 2009. Hafa verði hugfast að gengið hafi verið út frá því í byrjun, við gerð upphaflegra stofnefnahagsreikninga, að nýju bankarnir gæfu út skuldabréf upp á samtals 1150 milljarða króna til slitabúa föllnu bankanna. Þessi svimandi háu skuldabréf hafi átt að vera endurgjald fyrir eignirnar sem fluttar hafi verið yfir í nýju bankana. Með því að láta eignarhaldið á Arion banka (87%) og Íslandsbanka (95%) til slitabúanna hafi verið fallið frá þessum áformum. „Ísland hefði aldrei staðið undir þessum 1.150 milljarða skuldabréfum, þessum 800 milljörðum til viðbótar því sem var í upphaflegu efnahagsreikningunum. Þau skuldabréf hefðu bara verið ávísun á mjög stíf gjaldeyrishöft til langs tíma. Þannig að ég held að menn hafi ekki verið vísvitandi að gera eitthvað sem var ekki gott enda hefur mín gagnrýni aldrei snúið að því að Steingrímur hafi ekki verið að standa sig heldur fremur að því að bankarnir hafi ekki skilað afslættinum til lánþega,“ segir Marinó. Krafa um hver eigi að njóta góðs af afslætti studd siðferðisrökum Að þessu leyti eru Víglundur og Marinó sammála, þ.e. varðandi það hverjir hafi átt að njóta góðs af afslættinum sem lánasöfnin hafi verið færð á. Hann fellst þó krafan um slíkt sé einkum byggð á siðferðislegum grunni enda eigi menn ekki lögvarða kröfu til afsláttar þótt lánasafn hafi verið selt með afslætti eins og algengt er í viðskiptalífinu.Það er engin lagaregla sem styður þetta því lánasöfn ganga reglulega kaupum og sölum? „Jú, þetta er fyrst og fremst siðferðislegt atriði. Ég er ekki að segja að bankarnir hafi ekki skilað þessu. Heldur, þeir þurfa að sýna hvernig þeir gerðu það. Leggja spilin á borðið.“ Marinó segir ljóst að stærstur hluti hagnaðar bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans á liðnum árum sé til kominn vegna endurmats á lánasöfnum og betri heimtum af þeim. „Við höfum séð það að Landsbankinn á tímabilinu 2009-2012, þá skráði hann inn um 170 milljarða króna sem virðisaukningu á lánum. Þessi virðisaukning getur ekki hafa átt sér stað nema af því að afslátturinn var tekinn inn í hagnað bankans í stað þess að renna til lánþega. Ef bankarnir hefðu ekki gert þetta þá værum við að sjá banka með mun veikari eiginfjárstöðu en þeir eru með í dag.“
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira