Erlent

Obama fylgist með röngum Cameron

Atli Ísleifsson skrifar
Þeir Cameron og Obama eru miklir félagar.
Þeir Cameron og Obama eru miklir félagar. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur of lýst David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem einum af sínum bestu vinum og „bróður“ en svo virðist sem vinátta þeirra félaga nái ekki til samfélagsmiðla.

Obama fylgist með um 645 þúsund manns á samskiptamiðlinum Twitter, en Cameron er ekki einn þeirra. Að minnsta kosti ekki „hinn eini sanni“ David Cameron.

Forsetinn fylgist þó með öðrum David Cameron – tölvuleikjaaðdáenda frá Oregon sem tjáir sig meðal annars um málefni Star Trek.

Forsætisráðherra Bretlands fylgist einungis með 382 manns og er Obama einn þeirra.

Í frétt Telegraph segir að á meðal færslna hjá Cameron í Oregon sé: „Ég er búinn að fá mér tvö glös af víni og er skyndilega kominn með svo mikinn hiksta að ég mun líklegast togna í vöðva.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×