Erlent

Uppreisnarmenn í Donetsk hafna viðræðum um vopnahlé

Atli Ísleifsson skrifar
Alexander Zakharchenko er leiðtogi aðskilnaðarsinna.
Alexander Zakharchenko er leiðtogi aðskilnaðarsinna. Vísir/AFP
Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu segja hermenn sína vera í sókn og að þeir hafi ekki áhuga á viðræðum við stjórnvöld í Úkraínu um gerð nýs samkomulags um vopnahlés.

Alexander Zakharchenko segir aðskilnaðarsinna ætla að þrýsta Úkraínher út fyrir mörk Donetsk-héraðs en þeir ráða nú þegar yfir borginni Donetsk.

„Við munum ekki gera frekari tilraunir um gerð vopnahlés,“ segir Zakharchenko í samtali við fréttaveituna RIA Novosti.

Í frétt BBC segir að stjórnvöld í Úkraínu, Rússlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafi öll kallað eftir gerð nýs samkomulags um vopnahlé.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×