Erlent

Staðfesta rétt karlmanns til að pissa standandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Leigusalinn fór fram á 1.900 evru skaðabætur, um 300 þúsund krónur, vegna skemmdanna á gólfinu, sem er úr marmara.
Leigusalinn fór fram á 1.900 evru skaðabætur, um 300 þúsund krónur, vegna skemmdanna á gólfinu, sem er úr marmara. Vísir/Getty
Þýskur dómstóll segir að maður sem hafði verið kærður af leigusala sínum, þurfi ekki að greiða fyrir skemmdir gólfi þar sem hann hafði pissað útfyrir. Leigusalinn fór fram á 1.900 evru skaðabætur, um 300 þúsund krónur, vegna skemmdanna á gólfinu, sem er úr marmara.

Samkvæmt AP fréttaveitunni samþykkti dómstóllin að gólfið hefði skemmst vegna hlands. Dómarinn sagði hins vegar að aðferð leigjandans við þvaglát væri alþekkt um allan heim.

„Þrátt fyrir aukna tamningu karlmanna að þessu leyti, er það að pissa standandi enn almenn aðferð,“ hefur AP eftir dómaranum Stefan Hank.

Hann sagði ennfremur að leigjandinn hefði frekar átt að búast við reglulegum átökum við meðleigjendur sína, en að gólfið myndi skemmast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×