Erlent

Fækkun ebólutilfella markar þáttaskil

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt talningu WHO hafa 21.724 manns smitast frá því að veiran braust út og 8.641 látist.
Samkvæmt talningu WHO hafa 21.724 manns smitast frá því að veiran braust út og 8.641 látist. Vísir/AFP
Þáttaskil hafa orðið í báráttunni gegn útbreiðslu ebóluveirunnar að sögn talsmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilfellum hefur fækkað í öllum þeim þremur ríkjum þar sem faraldurinn hefur geisað.

Átta ný tilfelli komu upp í Líberíu í síðustu viku sem er gríðarleg fækkun samanborið við þau 500 sem komu upp í hverri viku í september síðastliðinn. Tilfellum í Gíneu og Síerra Leóne hefur sömuleiðis fækkað.

Christopher Dye, talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fréttirnar þær bestu sem hafa komið allt frá því að faraldurinn braust út. Ástandið sé þó enn alvarlegt og áfram þurfi að fylgjast með öllum þeim sem hafa komist í snertingu við sýkta.

Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt talningu stofnunarinnar hafi 21.724 manns smitast frá því að veiran braust út fyrir um ári og 8.641 látist. Þó er talið að raunveruleg tala kunni að vera mun hærri.


Tengdar fréttir

Tilraunameðferð gegn ebólu hafin

Vísindamenn við Háskólann í Oxford telja sig hafa fundið lækningu við ebóluveirunni sem nú geisar í Vestur-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×