Erlent

Dróni með amfetamíni brotlenti fyrir utan matvöruverslun

Atli Ísleifsson skrifar
Götuvirði efnanna er talið vera á bilinu þrjár til tíu milljónir króna.
Götuvirði efnanna er talið vera á bilinu þrjár til tíu milljónir króna. Mynd/Facebook
Dróni sem búinn var miklu magni amfetamíns brotlenti á bílaplani fyrir utan matvöruverslun í mexíkósku borginni Tijuana, nærri landamærunum að Kaliforníu, á þriðjudagskvöldið.

Um þrjú kíló af efninu höfðu verið teipuð við drónann og er götuvirði efnanna talið vera á bilinu þrjár til tíu milljóna króna.

Í frétt CBS kemur fram að Jorge Morrua, talsmaður lögreglu, segi líklegast að dróninn, sem er af gerðinni Spreading Wings S900 model, hafi ekki þolað þungann og því brotlent. Á heimasíðu framleiðanda drónans segir að gerðin eigi að geta flogið með um sjö kíló í um átján mínútur.

Morrua segir yfirvöld nú vinna að því að rannsaka hvaðan dróninn hafi komið og hver hafi stjórnað honum, en að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem drónar séu notaðir við eiturlyfjasmygl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×