Innlent

Flughálka víða um land

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Stefán
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða hálkublettir. Greiðfært er á öllum helstu vegum á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Snjóþekja er á Svínadal. Víða er greiðfært á Vesturlandi en hálkublettir eru á köflum.

Á Vestfjörðum er flughálka í djúpinu frá Súðavík að Ögurnesi og í Steingrímsfirði, Ströndum og Gufudal og Reykhólasveit. Búast má við flughálku víða annarsstaðar á Vestfjörðum.

Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og Klettshálsi. Snjóþekja og éljagangur eru á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en hálka á öðrum leiðum.

Snjóþekja er á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en öllu meiri hálka á útvegum og á Norðurlandi eystra.

Flughálka er í Skriðdal, Fljótsdal og frá Egilsstöðum að Eiðum. Hálka er á flestum vegum á Austurlandi en Snjóþekja er þó á Jökuldal.

Flughálka er frá Jökulsárlóni að Höfn. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni. Búast má við Flughálku víða á Suðausturströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×