Erlent

Eitrað fyrir Pablo Neruda?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Neruda er af mörgum talinn eitt allra besta ljóðskáld 20. aldar en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1971.
Neruda er af mörgum talinn eitt allra besta ljóðskáld 20. aldar en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1971. Vísir/Getty
Stjórnvöld í Chile tilkynntu í gær að dauði ljóðskáldsins Pablo Neruda yrði rannsakaður á ný til að ganga úr skugga um hvort að eitrað hefði verið fyrir honum. Neruda lést þann 23. septebmer 1973, 12 dögum eftir að herforinginn Augusto Pinochet rædni völdum í landinu og steypti Salvador Allende, forseta, af stóli.

Neruda var kommúnisti og mikill stuðningsmaður Allende forseta. Talið er að Neruda hafi látist úr blöðruhálskrabbameini en sögur þess efnis að hann hafi verið myrtur að undirlagi Pinochet hafa lengi gengið manna á milli.

Nú hafa komið fram ný sönnunargögn sem hugsanlea styðja þá kenningu að eitrað hafi verið fyrir ljóðskáldinu, að því er fram kemur á vef Time.

Neruda er af mörgum talinn eitt allra besta ljóðskáld 20. aldar en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1971. Á meðal þekktustu verka hans er ljóðabókin Tuttugu ástarljóð og einn örvæntingarsöngur sem kom út árið 1924.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×