Erlent

Myndband af einu virkasta eldfjalli Mexíkó

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldfjallið Colima í Suður-Mexíkó hefur verið mjög virkt síðustu vikurnar og hefur nokkrum sinnum gosið í því. Á mánudaginn náðist eitt slíkt gos á myndband sem hefur eins og eldur í sinu um netheima.

Aska úr fjallinu fór í um fjögurra kílómetra hæð, en samkvæmt vefnum Mashable var ekki spáð öskufalli á svæðinu í kringum fjallið.

Eldgos hafa orðið reglulega í fjallinu frá því á sautjándu öld og af og til hafa stór sprengigos orðið í fjallinu. Colima er eitt af virkari eldfjöllum Mexíkó.

Hér að neðan má sjá myndbandið af eldgosinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×