Erlent

Rússar vilja vopnahlé í Úkraínu hið snarasta

Atli Ísleifsson skrifar
Sergei Lavrov mun funda með utanríkisráðherrum Úkraínu, Frakklands og Þýskalands í Berlín.
Sergei Lavrov mun funda með utanríkisráðherrum Úkraínu, Frakklands og Þýskalands í Berlín. Vísir/AFP
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að hann muni leita leiða til að samkomulag um tafarlaust vopnahlé náist á fyrirhuguðum fundi í Berlín.

Lavrov segir Rússa ekki vilja nýtt kalt stríð og að Vesturveldin muni ekki takast að einangra landið.

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að átök hafi aukist í austurhluta Úkraínu síðustu vikuna og hafa harðir bardagar staðið milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á bandi Rússa í og í kringum borgina Donetsk í austurhluta landsins.

Talsmaður úkraískra stjórnvalda segir að rússneskar hersveitir hafi ráðist á tvær varðstöðvar nærri borginni Luhansk í gær, en Rússlandsstjórn hafnar því að hafa sent herlið yfir landamærin til Úkraínu. Þó hafi stjórnin viðurkennt að rússneskir „sjálfboðaliðar“ hafi barist með uppreisnarmönnum.

Fimm óbreyttir borgarar létust og að minnsta kosti þrjátíu særðust í átökum í borginni Donetsk í dag sem uppreisnarmenn ráða nú yfir.

Lavrov mun funda með utanríkisráðherrum Úkraínu, Frakklands og Þýskalands í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×