Erlent

Tígrísdýrastofninn á Indlandi tekur við sér

Atli Ísleifsson skrifar
Um 60 prósent villtra tígrisdýra lifa á Indlandi.
Um 60 prósent villtra tígrisdýra lifa á Indlandi. Vísir/Getty
Tígrisdýrum hefur fjölgað umtalsvert á Indlandi síðustu ár. Prakash Javadekar, umhverfisráðherra landsins, hefur nú greint frá niðurstöðum nýrrar talningar sem gerð var á síðasta ári og er opinber tala nú 2.226 dýr í sautján fylkjum ríkisins. Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að talan sé fengin út frá því að vera sú líklegasta á bili sem spannar frá 1.945 til 2.941.

Rannsóknir árið 2006 bentu til þess að tígrisdýrastofninn væri í mikill hættu þar sem dýrin töldu einungis um 1.400. Frá 2006 hefur þróunin hins vegar snúist við og gerði talningin 2010 ráð fyrir um 1.700 dýrum. Fjölgunin hefur svo haldið áfram.

Að sögn skýrist fjölgunin ekki bara af náttúrulegri fjölgun heldur hafa fundist fjöldi áður óþekktra dýra í skógum milli þjóðgarðanna og náttúruverndarsvæða.

Indversk yfirvöld hafa varið miklum fjármunum í að koma upp gríðarlegum fjölda myndavéla til að fylgjast betur með dýrunum og hafa um 1.500 tígrisdýr náðst á mynd.

Um 60 prósent villtra tígrisdýra lifa á Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×