Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 15:30 Vísir/AFP Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50
Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40
Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40