Erlent

Hægist á hagvexti í Kína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem Kína nær ekki settu markmiði um hagvöxt á ársgrundvelli.
Er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem Kína nær ekki settu markmiði um hagvöxt á ársgrundvelli. Vísir/Getty
Hagvöxtur í Kína var 7,4% á liðnu ári en markmið kínverskra stjórnvalda er að hagvöxtur sé 7,5% á ári hverju. Árið 2013 var hagvöxtur í Kína 7,7%.

Er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem Kína nær ekki settu markmiði um hagvöxt á ársgrundvelli en hagfræðingar höfðu spáð lægri hagvexti í landinu en varð raunin, eða um 7,2%.

Þrátt fyrir að minnkandi hagvöxt, og að hann hafi verið rétt undir markmiðum stjórnvalda, er Kína engu að síður enn eitt mest ört vaxandi hagkerfi heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×