ISIS gerir atlögu að Kirkuk Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2015 11:17 Peshmerga hermenn á leið á víglínuna við Mosul. Vísir/AP Vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert atlögu að borginni Kirkuk í Norður-Írak. Kúrdar hafa haldið borginni, eftir að þeir ráku ISIS úr úthverfum borgarinnar í júlí í fyrra. Mikil olía er unnin í borginni og fjölmargar olíulindir eru í nágrenni hennar. ISIS hefur tekið yfir svæði við sunnanverðan jaðar borgarinnar, en vopnaðar sveitir Kúrda, eða Peshmerga, berjast nú gegn vígamönnum samtakanna. Hershöfðinginn Shirko Fateh féll í árás ISIS en hann var hæst setti yfirmaður Peshmerga á svæðinu. Samkvæmt CNN gerðu samtökin einnig árás á hótel í miðbæ Kirkuk, sem lögregla og Peshmerga notaði sem höfuðstöðvar. ISIS kom fyrir leyniskyttum á þaki hótelsins, en Kúrdar tóku þó byggingu aftur og felldu þrjá vígamenn. Þar að auki sprengdu tveir sig í loft upp til að reyna að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu hótelinu. Síðustu daga hefur verið rætt um að ISIS myndi ráðast á borgina til að reyna að draga sveitir Kúrda frá borginni Mosul í Írak. ISIS heldur henni en Peshmerga hafa lokað fyrir alla umferð til borgarinnar og sitja um hana, með hjálp loftárása.Kúrdar hafa haldið aftur af ISIS Eftir að íraski herinn hörfaði undan sókn ISIS í sumar, stóðu Peshmerga sveitir Kúrda vörð um sjálfstjórnarsvæði þeirra í Norður-Írak og stöðuðu þeir sókn vígamannana. Síðan þá hafa Peshmerga barist við ISIS víða um norðanvert landið sem og í Sýrlandi á meðan Írakar reyna að byggja herinn upp aftur. Kúrdarnir vörðu Kobani í Sýrlandi gegn ISIS og tókst að hrekja þá á brott á síðustu dögum. Þegar ISIS hafði króað gífurlegan fjöldi Jadsída á Sinjar-fjalli og vígamenn samtakanna frömdu fjöldamorð þar, börðust Peshmerga sveitir þar til þeir komust að fjallinu og hjálpuðu fjölmörgum Jadsídum að flýja af fjallinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02 Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56 Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15 Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa gert atlögu að borginni Kirkuk í Norður-Írak. Kúrdar hafa haldið borginni, eftir að þeir ráku ISIS úr úthverfum borgarinnar í júlí í fyrra. Mikil olía er unnin í borginni og fjölmargar olíulindir eru í nágrenni hennar. ISIS hefur tekið yfir svæði við sunnanverðan jaðar borgarinnar, en vopnaðar sveitir Kúrda, eða Peshmerga, berjast nú gegn vígamönnum samtakanna. Hershöfðinginn Shirko Fateh féll í árás ISIS en hann var hæst setti yfirmaður Peshmerga á svæðinu. Samkvæmt CNN gerðu samtökin einnig árás á hótel í miðbæ Kirkuk, sem lögregla og Peshmerga notaði sem höfuðstöðvar. ISIS kom fyrir leyniskyttum á þaki hótelsins, en Kúrdar tóku þó byggingu aftur og felldu þrjá vígamenn. Þar að auki sprengdu tveir sig í loft upp til að reyna að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu hótelinu. Síðustu daga hefur verið rætt um að ISIS myndi ráðast á borgina til að reyna að draga sveitir Kúrda frá borginni Mosul í Írak. ISIS heldur henni en Peshmerga hafa lokað fyrir alla umferð til borgarinnar og sitja um hana, með hjálp loftárása.Kúrdar hafa haldið aftur af ISIS Eftir að íraski herinn hörfaði undan sókn ISIS í sumar, stóðu Peshmerga sveitir Kúrda vörð um sjálfstjórnarsvæði þeirra í Norður-Írak og stöðuðu þeir sókn vígamannana. Síðan þá hafa Peshmerga barist við ISIS víða um norðanvert landið sem og í Sýrlandi á meðan Írakar reyna að byggja herinn upp aftur. Kúrdarnir vörðu Kobani í Sýrlandi gegn ISIS og tókst að hrekja þá á brott á síðustu dögum. Þegar ISIS hafði króað gífurlegan fjöldi Jadsída á Sinjar-fjalli og vígamenn samtakanna frömdu fjöldamorð þar, börðust Peshmerga sveitir þar til þeir komust að fjallinu og hjálpuðu fjölmörgum Jadsídum að flýja af fjallinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02 Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56 Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59 Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00 Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15 Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17 Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Kúrdar endurheimta Mósúl-stíflu Stíflan, sú stærsta í Írak, er hernaðarlega mikilvæg. Hún hefur verið á valdi íslamista í tíu daga. 17. ágúst 2014 19:02
Segjast hafa unnið sinn stærsta sigur gegn ISIS Kúrdar segjast hafa létt umsátri íslamista um Sinjar-fjall. Um fimmtíu þúsund manns sátu þar fastir þegar mest lét. 18. desember 2014 23:46
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Hersveitir Kúrda komnir til Kobane Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin. 31. október 2014 22:56
Kúrdar reka IS-liða úr þremur borgum Átök standa nú yfir milli hersveita Kúrda og vígasveita IS í fleiri borgum. 25. ágúst 2014 14:59
Kúrdar farnir að láta undan gegn IS Embættismenn Kúrda segja að Bandaríkin muni senda þeim vopn og birgðir. 9. ágúst 2014 10:00
Kúrdar tala fyrir daufum eyrum Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands. 23. nóvember 2014 13:15
Kallar eftir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þjóðaratkvæðagreiðsla Kúrda í Írak myndi líklega þýða endalok Írak í núverandi mynd. 4. júlí 2014 00:17
Endurheimtu tvær borgir í kjölfar loftárása Bandaríkjanna Kúrdar hafa snúið vörn í sókn gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins eftir að Barack Obama heimilaði loftárásir á norðurhluta Íraks á fimmtudag. 10. ágúst 2014 23:42