Erlent

Fáir mættu á fyrsta mótmælafund Pegida í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Fámennt var á fyrsta mótmælafundi Pegida í Svíþjóð í kvöld.
Fámennt var á fyrsta mótmælafundi Pegida í Svíþjóð í kvöld. Vísir/AFP
Um fimmt í u stu ð ningsmenn Pegida komu saman á fyrsta m ó tm æ lafundi samtakanna í Sv íþ j óð sem fram f ó r á Stortorget  í Malm ö fyrr í kv ö ld. Nokkur þú sund andst æð ingar samtakanna komu saman á sama t í ma til a ð l ý sa yfir óá n æ gju sinni  me ð bo ð skap Pegida.

Strax í upphafi fundarins varð ljóst að andstæðingar Pegida yrðu margfalt fleiri en stuðningsmenn. Í frétt SVT kemur fram að lögregla áætli að um fimm þúsund manns hafi komið saman til að mótmæla boðskapnum, en samtökin mótmæla því sem þau kalla íslamsvæðingu álfunnar.

Andstæðingar Pegida byrjuðu á því að mynda langa keðju til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Pegida kæmust inn á svæðið.

„Ég er mætt til að sýna að þetta á ekki að sjást á götum okkar. Þetta er virkilega ekki í lagi og það sýður innra með mér,“ sagði Sandra Jonsson, einn andstæðinga Pegida, í samtali við SVT.

Sjá einnig: Hvað er PEGIDA?

Fréttamaður SVT áætlar að um fimmtíu stuðningsmenn Pegida hafi verið á svæðinu, en einungis átta þeirra voru á því svæði sem lögregla hafði látið girða af fyrir fundinn.

Skipuleggjendur fundarins höfðu ætlað sér að fimm ræðumenn myndu taka til máls, en ómögulegt reyndist fyrir ræðumennina að flytja ræður sína vegna hávaða andstæðinga samtakanna. „Þeir eru ekki með hátalara svo það er ómögulegt að heyra hvað þeir segja. En við getum ekki gert neitt í því,“ sagði lögreglukonan Ewa-Gun Westford.

Nokkrum lauslegum hlutum var kastað í átt að ræðumönnunum og var ein kona handtekin eftir að hafa kastað fötum sínum í átt að þeim.


Tengdar fréttir

Pegida-leiðtogi leiðir mótmælagöngur í veikindaleyfi

Carl I. Hagen, borgarfulltrúi Framfaraflokksins í Ósló, styður norskan leiðtoga Pegida-hreyfingarinnar sem segist berjast gegn íslamsvæðingu Vesturlanda. Hagen gagnrýnir hins vegar að leiðtoginn, Max Hermansen, skuli leiða göngur hreyfingarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×