Erlent

Flaug næstum því á fallhlífarstökkvara

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hve nærri þeim flugvélin fór.
Hér má sjá hve nærri þeim flugvélin fór. Skjáskot
Fallhlífastökkvarar sluppu ótrúlega vel eftir að flugvél var nærri því flogið á þau. Eftir að þau stukku úr flugvél tók flugmaður vélarinnar dýfu og flaug nærri því á þau. Forest Pullman, sem kennt hefur fallhlífastökk í fimmtán ár, sagði að stél vélarinnar hefði næstum því klippt þau í tvennt.

Pullman hefur birti myndband af atvikinu um helgina, en hann kennir fallhlífastökk í Bangkok í Tælandi og hefur stokkið með fjölda ferðamanna, samkvæmt Sky News. Þetta atvik átti sér stað í október, en hann birti myndbandið til að sýna konunni hve heppin þau voru.

Hann reyndi að benda nemandanum á flugvélina en hún tók ekki eftir því hve litlu munaði og virtist skemmta sér konunlega. 

Eftir að fallhlífin opnaðist strauk Pullman um ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×