Erlent

Stal veski af aldraðri konu sem varð fyrir vörubíl

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan leitar vitna að þjófnaðinum.
Lögreglan leitar vitna að þjófnaðinum. Vísir/EPA
Eldri kona lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl í Manchester í Englandi í vikunni, en þar sem hún lá á götunni, stal maður veski hennar og gekk í burtu. Hún dó skömmu seinna og lögreglan segir þjófnaðinn vera „ógeðslegan“.

Hún var 82 ára gömul.

Neil Lawless, lögreglumaðurinn sem rannsakar málið segist eiga erfitt með að trúa því að einhver gæti sokkið svo lágt.

„Þessi maður nýtti það sem hann hefur séð sem kjörið tækifæri til að stela veski frá deyjandi konu. Ég er viss um að samfélagið finnist þetta álíka ógeðfellt og mér og ég biðla til allra sem hafa séð eitthvað að koma fram," er haft eftir honum á vef Guardian.

Vitni sögðu lögregluþjónum að skömmu eftir að konan, varð fyrir bílnum og fólk kom að slysinu hafi einn maður gengið að henni, tekið veski hennar og gengið í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×