Erlent

Fjórir urðu fyrir strætó í Lundi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurlegt magn af heitu vatni lak á götur Lundar.
Gífurlegt magn af heitu vatni lak á götur Lundar. Vísir/EPA
Fjórir urðu fyrir strætó eftir að heitavatnsrör sprakk í bænum Lundi í Suður-Svíþjóð í gærkvöldi. Þykk gufa myndaðist við sprunguna og ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni sem endaði upp á gangstétt.

Einn maður lét lífið en þar að auki fengu nokkrir brunasár vegna heita vatnsins. Maðurinn sem lést var á hjóli.

Þetta kemur fram á vef Aftonbladet þar sem birt er myndband af slysinu. Atvikið átti sér stað fyrir utan lestarstöðina í Lundi.

Lögreglan lokaði af svæðinu en töluverður glundroði myndaðist vegna vatnsins og slyssins. Þá sáust íbúar beita ýmsum brögðum til að komast leiða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×