Þetta er það sem Merkel og Hollande vilja ræða við Pútín Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2015 15:40 Merkel og Hollande komu frá úkraínsku höfuðborginni Kíev þar sem þau funduðu með Petró Pórósjenkó Úkraínuforseta. Vísir/EPA Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari komu til Moskvu nú síðdegis til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta um ástandið í Úkraínu.Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir sérfræðingi í málefnum Rússlands að menn ættu ekki vera með of miklar væntingar til að samkomulag náist í bráð. Merkel og Hollande komu frá úkraínsku höfuðborginni Kíev þar sem Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti gaf samþykki sitt fyrir tillögu leiðtoganna, þrátt fyrir að hann hafi sett einhverja fyrirvara. Stjórnvöld í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar náðu í morgun samkomulagi um tímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í og í kringum borgina Debaltseve. Var það gert til að gefa óbreyttum borgurum borgarinnar færi á að yfirgefa hana, en harðir bardagar hafa staðið um borgina síðustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um innihald friðaráætlunarinnar en rússneska fréttastofan Interfax segir að Merkel og Hollande styðji áætlun sem feli í sér aukna sjálfstjórn héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu, en að héruðin verði áfram undir úkraínskum fána. Í friðaráætluninni felst meðal annars:Rússneska verður viðurkennd opinberlega til jafns við úkraínsku. Flestir íbúar í þessum hluta Úkraínu tala rússnesku.Héruðin fá aukna sjálfstjórn, bæði efnahagslega og stjórnsýslulega.Friðarsamkomulag með samþykki Rússlandsstjórnar er líklegt til að innihalda skuldbindingu um að Úkraína gerist ekki aðili að NATO.Rússnesk stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af ákvörðunum Úkraínustjórnar um samstarfsþjóðir Úkraínu. Rússlandsstjórn og Pútín forseti hafa áður lýst því yfir að NATO-aðild Úkraínu myndi jafnast á við stríðsyfirlýsingu. Tengdar fréttir Merkel og Hollande á leið til Úkraínu Frakklandsforseti segir þau munu kynna friðaráætlunina áður en þau funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. 5. febrúar 2015 10:46 Komið að ögurstundu í Úkraínu Tími til að ná friðsamlegri lausn í Úkraínudeilunni er á þrotum, segir Frakklandsforseti. Hann og Þýskalandskanslari lögðu fram friðartillögur í dag en NATO eflir vígbúnað. 5. febrúar 2015 20:00 Samið um vopnahlé til að rýma Debaltseve Samið var um vopnahléið til að gefa óbreyttum borgurum Debaltseve færi á að yfirgefa borgina. 6. febrúar 2015 09:13 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Francois Hollande Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari komu til Moskvu nú síðdegis til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta um ástandið í Úkraínu.Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir sérfræðingi í málefnum Rússlands að menn ættu ekki vera með of miklar væntingar til að samkomulag náist í bráð. Merkel og Hollande komu frá úkraínsku höfuðborginni Kíev þar sem Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti gaf samþykki sitt fyrir tillögu leiðtoganna, þrátt fyrir að hann hafi sett einhverja fyrirvara. Stjórnvöld í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar náðu í morgun samkomulagi um tímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í og í kringum borgina Debaltseve. Var það gert til að gefa óbreyttum borgurum borgarinnar færi á að yfirgefa hana, en harðir bardagar hafa staðið um borgina síðustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um innihald friðaráætlunarinnar en rússneska fréttastofan Interfax segir að Merkel og Hollande styðji áætlun sem feli í sér aukna sjálfstjórn héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu, en að héruðin verði áfram undir úkraínskum fána. Í friðaráætluninni felst meðal annars:Rússneska verður viðurkennd opinberlega til jafns við úkraínsku. Flestir íbúar í þessum hluta Úkraínu tala rússnesku.Héruðin fá aukna sjálfstjórn, bæði efnahagslega og stjórnsýslulega.Friðarsamkomulag með samþykki Rússlandsstjórnar er líklegt til að innihalda skuldbindingu um að Úkraína gerist ekki aðili að NATO.Rússnesk stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af ákvörðunum Úkraínustjórnar um samstarfsþjóðir Úkraínu. Rússlandsstjórn og Pútín forseti hafa áður lýst því yfir að NATO-aðild Úkraínu myndi jafnast á við stríðsyfirlýsingu.
Tengdar fréttir Merkel og Hollande á leið til Úkraínu Frakklandsforseti segir þau munu kynna friðaráætlunina áður en þau funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. 5. febrúar 2015 10:46 Komið að ögurstundu í Úkraínu Tími til að ná friðsamlegri lausn í Úkraínudeilunni er á þrotum, segir Frakklandsforseti. Hann og Þýskalandskanslari lögðu fram friðartillögur í dag en NATO eflir vígbúnað. 5. febrúar 2015 20:00 Samið um vopnahlé til að rýma Debaltseve Samið var um vopnahléið til að gefa óbreyttum borgurum Debaltseve færi á að yfirgefa borgina. 6. febrúar 2015 09:13 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Merkel og Hollande á leið til Úkraínu Frakklandsforseti segir þau munu kynna friðaráætlunina áður en þau funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun. 5. febrúar 2015 10:46
Komið að ögurstundu í Úkraínu Tími til að ná friðsamlegri lausn í Úkraínudeilunni er á þrotum, segir Frakklandsforseti. Hann og Þýskalandskanslari lögðu fram friðartillögur í dag en NATO eflir vígbúnað. 5. febrúar 2015 20:00
Samið um vopnahlé til að rýma Debaltseve Samið var um vopnahléið til að gefa óbreyttum borgurum Debaltseve færi á að yfirgefa borgina. 6. febrúar 2015 09:13