Erlent

Frans páfi segir allt í lagi að flengja börn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frans páfi.
Frans páfi. Vísir/Getty
Frans páfi segir að það sé í lagi fyrir foreldra að flengja börn sín, svo framarlega sem að börnin haldi virðingu sinni.

Páfinn lét þessi orð falla í vikulegu ávarpi sínu þar sem hann fjallaði um hlutverk feðra í fjölskyldum. Hann sagði að góður faðir væri sá sem gæti agað börn sín með festu en þó án þess að draga úr kjarki barnsins.

„Ég heyrði einu sinni af pabba sem sagðist stundum slá börnin sín en þó aldrei í andlitið. Það gerði hann svo hann niðurlægði þau ekki,“ sagði páfi og bætti við:

„Þetta er fallegt. Hann veit hvað virðing er. Hann þarf að refsa börnunum en gerir það á réttlátan hátt.“


Tengdar fréttir

Frans páfi heimsækir Filippseyjar

Frans páfi er um þessar mundir í fimm daga heimsókn á Filippseyjum. Páfinn kom í gær til Maníla, höfuðborgar landsins, og biðu hundruð þúsunda á götum úti til að berja trúarleiðtogann augum.

Frans páfi hittir fórnarlömb kynferðisofbeldis

Frans páfi ætlar á næstunni að hitta hóp manna sem hafa lent í kynferðislegri misnotkun af hendi kaþólskra presta en svo virðist sem páfinn ætli að taka einarðari afstöðu til þessara umtölu glæpa en fyrirrennari hans á páfastóli gerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×