Erlent

„Hættu að væla“

Samúel Karl Ólason skrifar
„Hættu að væla. Hættu að væla. Það er erfitt að skilja þig,“ sagði starfsmaður neyðarlínunnar,
„Hættu að væla. Hættu að væla. Það er erfitt að skilja þig,“ sagði starfsmaður neyðarlínunnar, Vísir/EPA
Starfsmaður neyðarlínunnar í Bandaríkjunum sagði þrettán ára stúlku að „hætta að væla“, þegar hún hringdi eftir að ekið var á föður hennar og stjúpmóðir hennar. Þau stóðu út í vegkanti og voru að skipta um dekk þegar ekið var á þau.

Faðir hennar lést en unnusta hans slasaðist alvarlega en var þó ekki í lífshættu. Ökumaður bílsins hélt för sinni áfram án þess að hægja á sér. Enginn hefur verið handtekinn og lögreglan segist ekki hafa fengið lýsingu á bílnum.

Stúlkan sat í aftursæti bílsins með með yngri bróðir hennar. Hún hringdi í neyðarlínuna eftir atvikið, en hún átti erfitt með að halda ró sinni á köflum.

„Hættu að væla. Hættu að væla. Það er erfitt að skilja þig,“ sagði starfsmaður neyðarlínunnar, sem spurði stúlkuna aldrei hvað hún væri gömul og kallaði hana frú. Hann bað einnig um að fá að ræða við einhvern annan og virtist pirraður þegar stúlkan bað hann um að senda hjálp fljótt.

Russ Davies, yfirmaður slökkviliðsins á svæðinu, sagði AP fréttaveitunni að maðurinn hafi verið færður í starfi á meðan rannsókn stendur yfir. Hann sagði einnig að maðurinn hefði brugðist kolrangt við þessari stöðu.

„Starfsmenn neyðarlínunnar eru þjálfaðir í að taka stjórn á aðstæðum, þegar þeir sem hringja eru í óðagoti.“ Hann sagði manninn hafa átt að róa stelpuna og sagt henni að hjálp væri á leiðinni.

„Þetta er ekki viðmótið sem fólk býst við þegar það hringir í neyðarlínuna.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×