Rétt að skoða forvirkar rannsóknarheimildir Höskuldur Kári Schram skrifar 5. febrúar 2015 18:45 Ólöf Nordal innanríkisráðherra Ólöf Nordal innanríkisráðherra telur rétt að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir til að koma í veg fyrir að alþjóðleg glæpa- og hryðjuverkasamtök nái fótfestu hér á landi. Ólöf var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnins í dag. Þar ræddi ráðherra löggæslu - og öryggismál meðal annars í ljósi hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í síðasta mánuði. Ólöf sagðir að lögregluyfirvöld hér á landi nytu góðs af alþjóðlegu samstarfi þegar kemur að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Svigrúm íslensku lögreglunnar til að rannsaka slík mál sé hins vegar takmarkað þar sem hún hefur ekki forvirkar rannsóknarhemildir. „Við erum ekki með sambærilegar heimildir á við önnur Schengen-ríki. Við erum í Schengen-samstarfinu en við höfum ekki þessar heimildir til þess að vera sambærileg þeim þjóðum. Við þurfum að meta það hvort við teljum að það sé í lagi að þær séu ekki til staðar og hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur að hafa þær. Það er það mat sem þarf að fara í og ég vil ekki segja af eða á um það núna hvort er rétt,“ segir Ólöf. Með forvirkum rannsóknarheimildum fær lögregla rýmri heimild til að rannsaka hugsanlegt eða ætlað brot í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það. „Við höfum verið að skoða á undanförnum árum hvort lögreglan þurfi frekari heimildir. Þær hafa verið kallaðar forvirkar rannsóknarhemildir. Fyrir töluvert mörgum árum þá hófst sú umræða hér en hún hefur svolítið legið í láðinni. Ég tek enga afstöðu til þess núna en ég held að það sé rétt miðað við þær aðstæður sem eru í heiminum í dag að við að minnsta kosti förum yfir það hvort að íslensk lögregla hafi þær heimildir sem hún þarf,“ segir Ólöf. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra telur rétt að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir til að koma í veg fyrir að alþjóðleg glæpa- og hryðjuverkasamtök nái fótfestu hér á landi. Ólöf var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnins í dag. Þar ræddi ráðherra löggæslu - og öryggismál meðal annars í ljósi hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í síðasta mánuði. Ólöf sagðir að lögregluyfirvöld hér á landi nytu góðs af alþjóðlegu samstarfi þegar kemur að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverkum. Svigrúm íslensku lögreglunnar til að rannsaka slík mál sé hins vegar takmarkað þar sem hún hefur ekki forvirkar rannsóknarhemildir. „Við erum ekki með sambærilegar heimildir á við önnur Schengen-ríki. Við erum í Schengen-samstarfinu en við höfum ekki þessar heimildir til þess að vera sambærileg þeim þjóðum. Við þurfum að meta það hvort við teljum að það sé í lagi að þær séu ekki til staðar og hvort það sé nauðsynlegt fyrir okkur að hafa þær. Það er það mat sem þarf að fara í og ég vil ekki segja af eða á um það núna hvort er rétt,“ segir Ólöf. Með forvirkum rannsóknarheimildum fær lögregla rýmri heimild til að rannsaka hugsanlegt eða ætlað brot í þeim tilgangi að koma í veg fyrir það. „Við höfum verið að skoða á undanförnum árum hvort lögreglan þurfi frekari heimildir. Þær hafa verið kallaðar forvirkar rannsóknarhemildir. Fyrir töluvert mörgum árum þá hófst sú umræða hér en hún hefur svolítið legið í láðinni. Ég tek enga afstöðu til þess núna en ég held að það sé rétt miðað við þær aðstæður sem eru í heiminum í dag að við að minnsta kosti förum yfir það hvort að íslensk lögregla hafi þær heimildir sem hún þarf,“ segir Ólöf.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira