Erlent

Vilja að Obama vopnvæði Úkraínuher

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Barack Obama forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama forseti Bandaríkjanna.
Í nýrri skýrslu bandarísku hugveitunnar The Atlantic Council, sem er að mestu skrifuð af fyrrverandi embættismönnum í bandarískum stofnunum og ráðuneytum, er ríkisstjórn Barack Obama hvött til þess að breyta algjörlega um kúrs þegar kemur að málefnum Úkraínu.

Ríkisstjórn Obama er hvött til þess að vopnvæða úkraínska herinn og styrkja hann bæði með fjárframlögum og vopnum með það fyrir augum að efla hann í baráttu við uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu, sem eru fjármagnaðir af Moskvu, og óeinkennisklædda rússneska hermenn. Fjallað er um skýrsluna í bandarískum fjölmiðlum í dag.

Markmið slíkra aðgerða, er, samkvæmt skýrslunni, að hindra Rússa í aðgerðum sínum en ekki sigra þá. Ástæðan er sú að þátttaka Bandaríkjamanna myndi gera stríðið í austurhluta Úkraínu kostnaðarsama fyrir stjórnvöld í Moskvu og þar af leiðandi auka líkurnar á því að Vladimír Pútín sætti sig við einhvers konar málamiðlun fyrir lyktir stríðsins. 

Hægt er að lesa skýrsluna hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×