Erlent

Nauðgaði fjölda sofandi kvenna og tók það upp

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Lögregla í Japan hefur handtekið mann fyrir að hafa nauðgað rúmlega hundrað konum og taka allar nauðganirnar upp á myndband. Konurnar héldu að þær væru að taka þátt í vísindalegri rannsókn á svefni, en maðurinn gaf þeim svefnlyf og nauðgaði þeim.

Á rúmlega tveggja ára tímabili, sem endaði í nóvember 2013, er talið að hinn 54 ára gamli Hideyuki Noguchi hafi nauðgað rúmlega hundrað konum og að hann hafi tekið allar nauðganirnar upp. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Lögreglan segir að hann hafi selt upptökurnar til klámframleiðenda eða klámsíðna og á tímabilinu er talið að hann hafi hagnast um 57 þúsund dali, eða um 7,5 milljónir króna.

Lögreglan hefur fundið 39 fórnarlömb mannsins sem eru allt frá því að vera táningar til þess að vera á fimmtugsaldri. Þær höfðu svarað auglýsingum þar sem maðurinn leitaði að sjálfboðaliðum til að rannsaka blóðþrýsting í sofandi fólki. Þegar hann hitti konurnar gaf hann þeim svefnlyf áður en hann nauðgaði þeim. Lögreglan telur þó að fórnarlömbin séu fleiri en hundrað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×