Erlent

Segja Serbíu og Króatíu ekki hafa framið þjóðarmorð

Samúel Karl Ólason skrifar
Ráðherrar Serbíu og Króatíu í dómsal í morgun.
Ráðherrar Serbíu og Króatíu í dómsal í morgun. Vísir/AFP
Alþjóðadómstóllinn í Haag, segir hermenn frá Serbíu ekki hafa framið þjóðarmorð í Króatíu, í stríðinu sem skipti Júgóslavíu upp á tíunda áratuginum. Þrátt fyrir að hermennirnir hafi framið fjölmarga glæpi í upphafi stríðsins, falli það ekki undir skilgreiningar þjóðarmorðs.

Dómstóllinn hefur einnig úrskurðað að Króatía hefi ekki framið þjóðarmorð gegn Serbum, en þjóðirnar höfðu ásakað hvora aðra um þjóðarmorð.

Forseti dómstólsins, Peter Tomka, sagði að báðir aðilar hafi framið voðaverk í stríðinu, en ekki hafi verið hægt að sanna ætlanir um þjóðarmorð á þá. Þjóðarmorð felur í sér að vísvitandi eyða þjóðflokki að heilu eða hluta til.

Samkvæmt AP fréttaveitunni dóu um 20 þúsund manns í stríðinu, þegar Króatía gekk úr Júgóslavíu, sem stóð yfir frá 1991 til 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×