Erlent

Upprunaleg eintök Magna Carta saman til sýnis

Atli Ísleifsson skrifar
Magna Carta er eitt mikilvægasta og þekktasta skjal mannkynssögunnar en skrifað var undir sáttmálann árið 1215.
Magna Carta er eitt mikilvægasta og þekktasta skjal mannkynssögunnar en skrifað var undir sáttmálann árið 1215. Vísir/AFP
Fjögur upprunaleg eintök Magna Carta verða saman til sýnis í fyrsta sinn í tilefni af 800 ára afmæli sáttmálans. Eintökin eru einu upprunalegu eintökin sem til eru.

Magna Carta er eitt mikilvægasta og þekktasta skjal mannkynssögunnar en skrifað var undir sáttmálann árið 1215.

Rúmlega 40 þúsund mann hafa sótt um að fá að sjá eintökin sem verða til sýnis á Þjóðarbókasafninu í London. Einungis mun þó 1.125 manns gefast færi á að sjá þau öll á þriggja daga tímabili.

Átök borgara við konunga á miðöldum leiddu til að gerðir voru samningar, þar sem þegnar hétu konungi hollustu gegn því að hann virti frelsi þeirra og réttindi. Almennt er talið að Magna Carta frá 1215 sé áhrifamestur slíkra sáttmála sem lauk gerræðisstjórn Jóhanns landlausa Englandskonungs.

Að þremur dögum loknum verða eintökin flutt í breska þinghúsið í einn dag áður en tvö eintakanna fara aftur á Þjóðarbókasafnið og hin tvö í dómkirkjurnar í Lincoln og Salisbury.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×