Erlent

Gaburici nýr forsætisráðherra Moldóvu

Atli ísleifsson skrifar
Gaburici er fæddur árið 1976 og var fyrsti framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Moldcell.
Gaburici er fæddur árið 1976 og var fyrsti framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Moldcell. Mynd/moldova.org
Moldóvska þingið hefur samþykkt Chiril Gaburici í embætti forsætisráðherra landsins.

Gaburici hefur starfað sem kaupsýslumaður og var forsætisráðherraefni Frjálslynda lýðræðisflokksins.

Forseti landsins veitti um helgina Gaburici umboð til að mynda nýja ríkisstjórn, en Gaburici hefur talað fyrir auknum tengslum Moldóvu og Evrópu.

Gaburici tekur við embættinu af Iurie Leancă sem hafði gegnt embættinu frá árinu 2013. Þingið hafnaði Leancă í atkvæðagreiðslu fyrir um viku síðan.

Gaburici er fæddur árið 1976 og var fyrsti framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Moldcell.

Moldóvski gjaldmiðillinn hefur hríðfallið síðustu vikurnar og er það fyrst og framst rakið til efnahagsþrenginga í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×