Erlent

Saksóknari vill sýkna Strauss-Kahn

Atli Ísleifsson skrifar
Strauss-Kahn hefur alla tíð neitað því að hafa verið kunnugt um að konurnar sem þátt tóku í svallveislum á hóteli í Lille hafi verið vændiskonur.
Strauss-Kahn hefur alla tíð neitað því að hafa verið kunnugt um að konurnar sem þátt tóku í svallveislum á hóteli í Lille hafi verið vændiskonur. Vísir/AFP
Saksóknari í Frakklandi vill að Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði sýknaður í máli sem höfðað hefur verið gegn honum og nokkrum til viðbótar.

Strauss-Kahn er sakaður um að hafa gerst sekur um hórmang.

Frederic Fevre, saksóknari í borginni Lille, segir að við rannsókn málsins hafi ekkert bent til þess að Strauss-Kahn hafi gerst sekur af þeim brotum sem á hann hafi verið borin.

Strauss-Kahn hefur alla tíð neitað því að hafa verið kunnugt um að konurnar sem þátt tóku í svallveislum á hóteli í Lille hafi verið vændiskonur. Í frétt BBC segir að dómari þurfi nú að skera úr um það hvort Strauss-Kahn hafi vitað að svo væri.

Réttarhöld hófust í málinu fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×