Erlent

Stórslasaður eftir að hafa verið stangaður af nauti

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn tvítugi Benjamin Miller er frá Georgíuríki í Bandaríkjunum.
Hinn tvítugi Benjamin Miller er frá Georgíuríki í Bandaríkjunum. Vísir/AP
Bandarískur karlmaður þurfti að gangast undur þriggja klukkustunda aðgerð eftir að naut stangaði hann á nautahátíð í spænska bænum Ciudad Rodrigo á laugardag.

Nautið stangaði hinn tvítuga Benjamin Miller margoft með þeim afleiðingum að hann særðist alvarlega á læri, baki og hringvöðva í endaþarmi. Atvikið átti sér stað á hátíðinni Carnaval del Toro.

Enrique Crespo, læknir Miller, segir læknateymið hafa þurft að sinna fjölmörgum sárum á líkama Millers. Þeirra á meðal var 40 sentimetra skurður sem hann sagði vera stærsta sár eftir naut sem hann hefði nokkurn tímann séð.

Miller var stangaður í nautahlaupi laugardagsins, en auk Miller særðust tveir til viðbótar í hlaupinu þó að sár þeirra hafi verið minniháttar.

Milli 45 til 50 þúsund manns sóttu hátíðina í Ciudad Rodrigo, sem er skammt frá borginni Salamanca í vesturhluta landsins.

Vísir/AP
Vísir/AP
Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×