Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Þorbjörn Þórðarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. febrúar 2015 20:39 Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira