Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Þorbjörn Þórðarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. febrúar 2015 20:39 Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“ Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira