Erlent

Lögreglumaður skellti indverskum manni harkalega

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumaðurinn hefur kærður fyrir líkamsárás.
Lögreglumaðurinn hefur kærður fyrir líkamsárás. Vísir/GEtty
Sureshbhai Patel var á göngu nærri húsi sonar síns í Madison í Alabama, þegar tveir lögreglumenn komu að honum. Á myndbandi úr mælaborðsvél lögreglubíls má sjá hvernig annar lögreglumannanna skellir Patel, sem er 57 ára gamall, gríðarlega harkalega í jörðina.

Patel er lamaður að hluta til og liggur á sjúkrahúsi. Á myndbandinu má sjá hvernig lögreglumennirnir segja að Patel hafi ekki viljað stoppa og að hann talaði enga ensku. Hann var nýkominn til Bandaríkjanna frá Indlandi, til að hjálpa syni sínum með 17 mánaða dóttir sína, samkvæmt Huffington Post.

Þá má einnig sjá að Patel er mjög vankaður eftir atvikið og getur ekki staðið í lappirnar þegar lögreglumennirnir reyna að draga hann á fætur.

Lögreglumaðurinn Eric Parker hefur verið handtekinn og ákærður fyrir alvarlega líkamsárás. Lögreglustjóri Madison hefur beðið Patel og fjölskyldu hans afsökunar og tilkynnti blaðamönnum að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) myndi rannsaka málið. Þar að auki hefur hann lagt til að Parker verði rekinn úr starfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×