Erlent

Fyrsta hryðjuverkaárás Boko Haram í Tsjad

Atli Ísleifsson skrifar
Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram samtakanna.
Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram samtakanna. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram hafa ráðist á bæ í Tsjad og drepið fjölda fólks. Þetta er ku vera fyrsta árás Boko Haram í landinu. Reuters greinir frá.

Árásin var gerð aðfaranótt mánudagsins þegar um þrjátíu liðsmenn samtakanna kveiktu í fjölda húsa. Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan öryggislögreglu landsins að fjöldi fólks hafi látið lífið í árásinni.

„Þeir komu um borð í kanóum og drápu um tíu manns áður en herinn réðst gegn þeim,“ segir einn bæjarbúa.

Liðsmenn Boko Haram vilja stofna íslamst ríki í kringum Tsjad-vatn, landsvæði í Nígeríu, Tsjad, Kamerún og Níger.

Tsjadneski herinn er einn sá öflugasti í þessum heimshluta og tekur nú þátt í sókn stjórnarherja gegn hryðjuverkasamtökunum. Talsmaður hersins segir að hermenn hafi drepið nokkur hundruð liðsmenn samtakanna síðustu tvær vikurnar.


Tengdar fréttir

Hernaðarbandalag myndað gegn Boko Haram

Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×