Erlent

Bob Simon lést í bílslysi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bob Simon hafði starfað sem fréttamaður í um 50 ár.
Bob Simon hafði starfað sem fréttamaður í um 50 ár. vísir/getty/epa
Banda­ríski fréttamaður­inn Bob Simon lést í bílslysií New York í gærkvöldi.

Flestir þekkja Simon úr fréttaskýringaþættinum 60 mínútum en hann var 73 ára þegar hann lést.

Hann er gríðarlega virtur í sinni stétt vestanhafs og hefur hann til að mynda fengið 27 Emmy verðlaun á ferlinum.

Simon var hættur störfum hjá sjónvarpsstöðinni CBS en hann starfaði sem fréttamaður í um 50 ár. Hann hóf störf hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni árið 1967.

Slysið átti sér stað á hraðbraut í New York en Simon var farþegi í bíl sem lenti í hörðum árekstri.

Hann lætur eftir sig eiginkonu og dóttur en hún starfar sem útsendingastjóri hjá fréttaskýringaþættinum 60 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×