Erlent

Rússar sestir að samningaborði um framtíð Úkraínu

Heimir Már Pétursson skrifar
Utanríkisráðherra Rússlands segir að verja þurfi rétt íbúa í austurhuta Úkraínu til sjálfstjórnar og ekki verði samið um landamæri Úkraínu að Rússlandi án beinna samninga við uppreisnarmenn. Leiðtogar Þýskalands og Frakklands, auk Úkraínu og Rússlands, komu til friðarviðræðna í Hvíta Rússlandi nú síðdegis.

Það varð að samkomulagi eftir fund Angelu Merkel Þýsklandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í síðustu viku að boða til friðarviðræðna í Minsk höfuðborg Hvíta Rússlands í dag. Það er tilraun til að endurvekja friðarsamkomulag sem gert var í september á síðasta ári. En viðræðurnar fara fram að frumkvæði og snúast um tillgögur sem Merkel og Hollande hafa lagt fram.

Petro Poroshenko forseti Úrkaínu ítrekaði einnig kröfu stjórnarinnar í Kænugarði um full yfirráð yfir austurhluta landsins áður en hann hélt til Minsk í dag og boðaði herlög í landinu á á þyrfti að halda.

„Ég mun ekki hika við að setja slík lög ef ábyrgðarlausir uppreisnarmenn magna upp átökin í austurhluta landsins og þau stigmagnast,“ sagði Poroshenko.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands er í heimsókn í Grikklandi og sagði á blaðamannafundi þar að stjórnvöld í Kænugarði yrðu að semja við sjálfskipað lýðveldi uppreisnarmanna um landamæri Úkraínu að Rússlandi í suðaustur Úkraínu. Verja yrði réttindi uppreisnarmanna á svæðinu.

Ben Hodges yfirmaður herafla NATO í Póllandi sagði hins vegar í dag að úkraínski herinn ætti ekki í stríði við neina uppreisnarmenn.

„Það er mjög mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að þetta eru ekki aðskilnaðrsinnar. Þetta eru málaliðar Putins Rússllandsforseta. Það er augljóst af magni vopna og þeim tækjum sem uppreisnarmenn búa yfir að um beina íhlutun Rússa er að ræða í borginni Debaltseve,“ segir Hodges.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×