Erlent

Bandarískum frumbyggjum hent af Facebook vegna „falskra“ nafna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aðgangi notenda með nöfnin "Drepur óvininn“, "Skríðandi björn“ og "Afskekktur hóll“ hefur verið læst undir þeim formerkjum að það eigi ekki að nota dulnefni á Facebook.
Aðgangi notenda með nöfnin "Drepur óvininn“, "Skríðandi björn“ og "Afskekktur hóll“ hefur verið læst undir þeim formerkjum að það eigi ekki að nota dulnefni á Facebook. Vísir
Samskiptamiðillinn Facebook leggur mikla áherslu á það að fólk noti alvörunöfn sín á miðlinum, en ekki gælunöfn eða dulnefni, svo aldrei fari á milli mála hver notandinn sé.

Vegna þessarar stefnu hefur bandarískum frumbyggjum verið hent af Facebook þar sem starfsmenn samskiptamiðilsins hafa talið að um „fölsk“ nöfn væri að ræða.

Aðgangi notenda með nöfnin „Drepur óvininn“, „Skríðandi björn“ og „Afskekktur hóll“ hefur verið læst undir þeim formerkjum að það eigi ekki að nota dulnefni á Facebook.

Fyrsta málið þessu tengt kom upp árið 2009 og hafa ítrekað komið upp síðan þá. Facebook hefur viðurkennt að þurfa að vinna frekar að því að samræma verkferla þegar kemur að því að læsa aðgangi fólks vegna „falskra“ nafna.

Reglurnar um nöfn notenda Facebook hafa verið umdeildar. Á seinasta ári rituðu til dæmis þúsundir dragdrottninga nöfn sín á undirskriftalista þar sem því var mótmælt að þær mættu ekki búa til aðgang með sviðsnafni sínu.


Tengdar fréttir

Sveini Andra hent af Facebook

„Aðgangi mínum var lokað og það er eins og einhver hafi hakkað sig inn á hann. Facebook efast allavega um að Sveinn A Sveinsson sé ég," segir lögfræðingurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×