Erlent

Villtum risapöndum fer fjölgandi í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Fjöldi dýra sem lifa í dýragörðum hefur einnig fjölgað frá árinu 2003.
Fjöldi dýra sem lifa í dýragörðum hefur einnig fjölgað frá árinu 2003. Vísir/AFP
Villtum risapöndum í Kína hefur fjölgað á síðustu árum og lifa nú á æ fleiri stöðum.

Dýraverndunarsamtökin WWF hafa greint frá því að fjöldi villtra pandadýra hefur fjölgað úr 1.600 í 1.864 síðasta áratuginn. Talningin er sú umfangsmesta sem nokkurn tímann hefur verið gerð.

Griðastaðir pandarýra eru nú fleiri en áður og hafa svæðin sem um ræðir stækkað um tæp tólf  prósent. Lifa pöndur nú villt á ný á sex skógarsvæðum í héruðunum Sichuan, Shanxxi og Gansi.

Fjöldi dýra sem lifa í dýragörðum hefur einnig fjölgað frá árinu 2003. Samkvæmt tölum WWF lifa 375 dýr í dýragörðum í Kína, sem eru 211 fleiri en 2003. Þá eru 42 pöndur í dýragörðum annars staðar í heiminum, meðal annars í Bandaríkjunum, Austurríki, Frakklandi og Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×