Erlent

Fær gjafir frá fuglum í stað góðgætis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/skjáskot
Hin átta ára Gabi Mann hefur á undanförnum árum eignast afar góða vini. Hún færir þeim daglega mat og í staðinn færa þeir henni gjafir. Gabi hefur vakið heimsathygli því vinirnir eru krummar sem heimsækja hana daglega.

Gabi var einungis fjögurra ára þegar hún gaf fuglunum fyrsta bitann. Matargjafirnar undu fljótt upp á sig og daglega stilla hrafnarnir sér upp á símalínu við heimili hennar. Alla morgna færir Gabi vinum sínum vatn og hnetur ásamt því að gefa þeim hundamat og annað góðgæti af og til. Þeir endurgjalda henni svo umhyggjuna með gjöfum.

mynd/bbc
Gjafirnar sem Gabi fær eru afar fallegar, en hrafnar eru jafnan taldir miklir fagurkerar sem sækja mikið í skart og annað glingur. Þeir hafa fært henni ýmsa muni, til dæmis ljósaperu, hnappa, rennilása og legokubba. Henni þykir afar vænt um gjafirnar en þykir hvað vænst um perlu og málmhlut með áletruninni „best". 

 „Svona sýna þeir mér að þeim þykir vænt um mig,“ sagði Gabi í samtali við BBC. Hún passar vel upp á gjafirnar og geymir þær í lokuðu boxi sem hún setur svo í skartgripaskrín.

Hér fyrir neðan má sjá Gabi og vini hennar.

Hún passar vel upp á gjafirnar sínar.mynd/bbc



Fleiri fréttir

Sjá meira


×