Erlent

Fyrrum utanríkisráðherra vísað úr Íhaldsflokknum

Atli Ísleifsson skrifar
Sir Malgolm Rifking var utanríkisráðherra Bretlands á árunum 1995 til 1997 en Jack Straw á árunum 2001 til 2006.
Sir Malgolm Rifking var utanríkisráðherra Bretlands á árunum 1995 til 1997 en Jack Straw á árunum 2001 til 2006. Vísir/AFP
Breska þingmanninum Sir Malcolm Rifkind hefur verið vikið úr Íhaldsflokknum eftir að hafa verið myndaður þar sem hann býður kínversku einkafyrirtæki þjónustu sína gegn greiðslu.

Rifkind, sem gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 1995 til 1997, og Jack Straw, annar fyrrum utanríkisráðherra sem einnig var myndaður, segjast ekki hafa brotið neinar reglur.

Blaðamenn Daily Telegraph og Channel 4 áttu fundi með þeim Rifkind og Straw sem þeir mynduðu með falinni myndavél og þóttust vera fulltrúar kínversks einkafyrirtækis.

Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, hefur nú ritað bréf til David Cameron forsætisráðherra þar sem hann hvetur til þess að lög verði sett um að þingmenn megi ekki gegna öðrum störfum samhliða þingmennsku.

Telegraph greinir frá því að Straw hafi sagst starfa „undir ratsjá“ and getað nýtt ítök sín til að breyta Evrópulöggjöf fyrir hönd fyrirtækis sem borgaði honum 60 þúsund pund á ári, eða um 12 milljónir króna.

Á myndbandinu segist Rifkind meðal annars geta veitt mönnum „gagnlegan aðgang“ að sérhverjum breskum sendiherra í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×