Innlent

Leita að konu við Mýrdalsjökul

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli hafa leitað að konu við Mýrdalsjökul frá því um miðnætti. Konan fór af stað á þriðjudag og hugðist fara með gönguskíðum í kringum jökulinn. Konan er á fertugsaldri, erlend en búsett á Íslandi. Hún er vön ferðalögum í erfiðum aðstæðum.

Leit hófst upp úr miðnætti í gær en gert var hlé á leitinni um klukkan fimm í morgun. Aðstæður eru erfiðar og veður vont en leit mun að öllum líkindum hefjast um hádegisbil í dag. Tuttugu björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni á vélsleðum og snjóbíl.

Konan er með svokallað SPOT-tæki sem sendir skilaboð um staðsetningu á tólf tíma fresti. Hafði hún samið við vinkonu sína að taka á móti tölvupóstum frá tækinu og tekið fram að ekki ef ekki bærust boð í þrjú skipti væri það merki um að hún þyrfti aðstoð. Síðustu boð frá henni bárust í hádeginu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×