Vill heyra hlið Geirs H. Haarde á málinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 19:30 Geir H. Haarde tók lokaákvörðun um að lána Kaupþingi 80 milljarða daginn áður en neyðarlögin voru sett. Bankastjórar Seðlabankans litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar en ekki bankans yrði að ráða niðurstöðunni. Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóri upplýsir þetta í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins og segir símtalið milli hans og Geirs, 6. október,2008, hafa snúist um þetta. Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. Hann rifjar upp fund Davíðs Oddsonar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem lánið var til umræðu. Hann hafi verið mjög rogginn yfir þessari lánveitingu og stoltur yfir veðinu sem hann hefði tekið. Þapð hafi þó verið mjög óskynsamlegt að taka veð í banka í upphafi fjármálakreppu. Þess hefur lengi verið krafist að efni símtalsins verði gert opinbert. Davíð segir umræðuna um símtalið bjánalega. Hann segir að Kaupþingsmenn hafi beðið um aðstoð í erlendum gjaldeyri og þess vegna hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu en en Davíð vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. Lánið var veitt hálfum mánuði eftir sýndarviðskiptin við Al Thani en fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að verið sé að skoða skaðabótakröfu á hendur þrotabúinu eða stjórnendum Kaupþings. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Geir H. Haarde tók lokaákvörðun um að lána Kaupþingi 80 milljarða daginn áður en neyðarlögin voru sett. Bankastjórar Seðlabankans litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar en ekki bankans yrði að ráða niðurstöðunni. Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóri upplýsir þetta í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins og segir símtalið milli hans og Geirs, 6. október,2008, hafa snúist um þetta. Formaður Samfylkingarinnar segir að það væri athyglisvert að heyra hlið Geirs H. Haarde. Allur málatilbúnaður um hrunið byggi á framburði Davíðs. Þetta sé einn angi þess. Hann rifjar upp fund Davíðs Oddsonar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem lánið var til umræðu. Hann hafi verið mjög rogginn yfir þessari lánveitingu og stoltur yfir veðinu sem hann hefði tekið. Þapð hafi þó verið mjög óskynsamlegt að taka veð í banka í upphafi fjármálakreppu. Þess hefur lengi verið krafist að efni símtalsins verði gert opinbert. Davíð segir umræðuna um símtalið bjánalega. Hann segir að Kaupþingsmenn hafi beðið um aðstoð í erlendum gjaldeyri og þess vegna hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu en en Davíð vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. Lánið var veitt hálfum mánuði eftir sýndarviðskiptin við Al Thani en fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að verið sé að skoða skaðabótakröfu á hendur þrotabúinu eða stjórnendum Kaupþings.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira