Erlent

Krefst árs fangelsi fyrir að hafa drekkt Lucas

Atli Ísleifsson skrifar
Lucas var blendingur og varð tæplega tveggja ára.
Lucas var blendingur og varð tæplega tveggja ára. Mynd/MINNESGRUPPE FOR LUCAS
Saksóknari í Noregi hefur krafist þess að 29 ára karlmaður verði dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa drekkt hundinum Lucas í bænum Moss síðasta sumar. Verdens Gang greinir frá.

Maðurinn batt hundinn við steypuklump og kastaði út í á. Fólk á árabát fann hræið svo og tóku það um borð.

Lucas var blendingur af tegundunum Bichon Frise, púðluhundi, tíbetskum spaníel, Chihuahua, Pomeranian og Power Poff og varð tæplega tveggja ára gamall.

Málið hefur valdið miklu fjaðrafoki á samfélagsmiðlum, auk þess að um hundrað manns mættu á sínum tíma í minningarathöfn um Lucas. Þá var stofnuð minningarsíða um hann á Facebook.

Tveimur dögum eftir að hræið fannst játaði eigandi hundsins að hafa kastað honum út í ánna. Sagðist hann hafa reynt að gera það á eins mannúðlegan hátt og hugsast gat. Maðurinn hafði fengið Lucas úr hundaathvarfi, en hann hafði áður átt marga eigendur.

Eigandinn er ákærður fyrir gróft brot á dýraverndarlögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×