Innlent

Kári Stefánsson dæmdur til að greiða túnþökuvinnslu

Bjarki Ármannsson skrifar
Bygging húss Kára Stefánssonar í Kópavogi hefur oft ratað í fjölmiðla á undanförnum árum.
Bygging húss Kára Stefánssonar í Kópavogi hefur oft ratað í fjölmiðla á undanförnum árum. Vísir/GVA/InteriorDesign
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Kára Stefánsson, forstjóra og stofnanda DeCode, til að greiða Torfi túnþökuvinnslu tæpar þrjár milljónir króna vegna verks sem fyrirtækið vann við hús Kára haustið 2012.

Samkvæmt því sem kemur fram í dómsorðum hélt Kári því fram að lækka bæri kröfur Torfs á hendur honum vegna þess að hann hefði þegar greitt sanngjarnt endurgjald fyrir vinnuna og að verkið hafi verið haldið verulegum göllum.

Héraðsdómur féllst þó á kröfu Torfs að hluta og dæmdi Kára til þess að greiða rúmlega 2,9 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum fyrir verkið. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða Torfi 1,1 milljón í málskostnað.

Bygging húss Kára Stefánssonar í Kópavogi hefur oft ratað í fjölmiðla á undanförnum árum vegna deilna hans við hina ýmsu verktaka sem hafa komið að henni. Verktakafyrirtækið Fonsi ehf. og rafverktakinn Elmax eru meðal þeirra sem hafa höfðað mál á hendur Kára fyrir dómstólum vegna þess að þeir töldu hann ekki hafa greitt fyllilega fyrir umsamin verk.

Tengdar fréttir

Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn

Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kári þarf að greiða reikninginn

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna.

Kári þarf að greiða tæplega 900 þúsund krónur

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur þurft að greiða fyrirtækjum í byggingaiðnaðinum á þriðja tug milljóna króna undanfarin fjögur ár vegna vangoldinna greiðslu reikninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×