Erlent

Gríðarleg fjölgun brota gegn múslímum í Frakklandi

Atli Ísleifsson skrifar
176 brot gegn múslímum og múslímskum byggingum voru tilkynnt í janúar 2015 en þau voru 114 allt árið 2014.
176 brot gegn múslímum og múslímskum byggingum voru tilkynnt í janúar 2015 en þau voru 114 allt árið 2014. Vísir/AFP
Fjöldi brota sem beinast að sérstaklega að múslímum í Frakklandi var hærri í janúar 2015 en allt árið 2014.

Meðal þeirra brota sem tilkynnt voru til lögreglu voru að handsprengju var varpað á mosku, líkamsárásir og eyðilegging á gröfum múslíma. 176 brot gegn múslímum og múslímskum byggingum voru tilkynnt í janúar 2015 en þau voru 114 allt árið 2014.

Í frétt Svenska Dagbladet segir að slíkum brotum hafi fjölgað mikið í kjölfar hryðjuverkaárásanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og matvöruverslun gyðinga í París dagana 7. og 9. janúar síðastliðinn.

Samy Debah, talsmaður stofnunarinnar Collectif contre L’islamophobie en France, segir ljóst að íslamsfóbía hafi stóraukist í landinu.

Ef frá eru talin gróf brot á borð við líkamsárásir og eyðilegging á gröfum hefur verið tilkynnt um fjölda háskólakennara í Frakklandi sem hafi bannað nemendum að klæðast slæðum í tíma. Allt frá árinu 2004 hefur verið bannað að klæðast trúarlegum táknum í skólum, en háskólar hafa verið undanskildir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×