Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2015 19:33 Öryggissveitir felldu tvo árásarmenn og leitað er að tveimur til þremur til viðbótar. Vísir/EPA Aðilar tengdir Íslamska ríkinu hafa fagnað hryðjuverkaárásinni í Túnisborg á samfélagsmiðlum í dag. Undanfarna mánuði hafa ISIS birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna á samfélagsmiðlum eins og Twitter þar sem þeir hafa kallað eftir árásum þar í landi í þeirra nafni. Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.Árásarmennirnir skutu á rútu fulla af ferðamönnum.Vísir/EPAÞann 15. mars birti birtu ISIS myndband af vígamanni sem veitti Boko Haram ráð í baráttu þeirra. Þar að auki bað hann íslamista í Túnis um að fylgja í fótspor Boko Haram og ganga til liðs við ISIS. Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum. Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis: „Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“ Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn. Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni. No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015 Mið-Austurlönd Túnis Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Aðilar tengdir Íslamska ríkinu hafa fagnað hryðjuverkaárásinni í Túnisborg á samfélagsmiðlum í dag. Undanfarna mánuði hafa ISIS birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna á samfélagsmiðlum eins og Twitter þar sem þeir hafa kallað eftir árásum þar í landi í þeirra nafni. Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.Árásarmennirnir skutu á rútu fulla af ferðamönnum.Vísir/EPAÞann 15. mars birti birtu ISIS myndband af vígamanni sem veitti Boko Haram ráð í baráttu þeirra. Þar að auki bað hann íslamista í Túnis um að fylgja í fótspor Boko Haram og ganga til liðs við ISIS. Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum. Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis: „Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“ Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn. Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni. No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015
Mið-Austurlönd Túnis Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50