Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2015 12:50 Mikill viðbúnaður var í miðborg Túnis. Vísir/AFP Nítján létust, þar af sautján erlendir ferðamenn og tveir túnískir ríkisborgarar, í árás tveggja manna á safn í miðborg Túnisborgar. Á þriðja tug særðust í árásinni.Í frétt BBC kemur fram árásarmennirnir hafi tekið fjölda fólks í gíslingu, en árásin var gerð á Bardo-safninu sem er við hlið þinghússins í miðborg Túnisborgar. Umsátursástand myndaðist við safnið. Túníski fjölmiðillinn Shems FM hefur greint frá því að tveir árásarmannanna séu látnir og aðgerðum lögreglu sé lokið. Einn lögreglumaður lést í áhlaupi lögreglu, um tveimur tímum eftir að tilkynning barst um árásina. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að ferðamennirnir hafi meðal annars verið ítalskir, spænskir, pólskir og þýskir. Árásarmennirnir hafi verið í herklæðum þegar þeir réðust til inngöngu. Túnískur þingmaður segir að öll þingstörf hafi verið stöðvuð í kjölfar árásarinnar. Talsmaður túnískra stjórnvalda talar um árásina sem hryðjuverkaárás. Áhyggjur af öryggi landsins hafa farið vaxandi í kjölfar versnandi ástands í nágrannaríkinu Líbíu. Fjöldi túnískra ríkisborgara hefur einnig haldið af landi brott til að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak og er óttast að margir þeirra snúi síðar aftur heim til að fremja hryðjuverk.Post by Ghassen Chougrani. MORE: Tunisian official says 8 killed in shooting attack on museum adjacent to national parliament building: http://t.co/EsJ82kfg07— The Associated Press (@AP) March 18, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Bifreið keyrt á hóp fólks í Magdeburg Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Nítján létust, þar af sautján erlendir ferðamenn og tveir túnískir ríkisborgarar, í árás tveggja manna á safn í miðborg Túnisborgar. Á þriðja tug særðust í árásinni.Í frétt BBC kemur fram árásarmennirnir hafi tekið fjölda fólks í gíslingu, en árásin var gerð á Bardo-safninu sem er við hlið þinghússins í miðborg Túnisborgar. Umsátursástand myndaðist við safnið. Túníski fjölmiðillinn Shems FM hefur greint frá því að tveir árásarmannanna séu látnir og aðgerðum lögreglu sé lokið. Einn lögreglumaður lést í áhlaupi lögreglu, um tveimur tímum eftir að tilkynning barst um árásina. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að ferðamennirnir hafi meðal annars verið ítalskir, spænskir, pólskir og þýskir. Árásarmennirnir hafi verið í herklæðum þegar þeir réðust til inngöngu. Túnískur þingmaður segir að öll þingstörf hafi verið stöðvuð í kjölfar árásarinnar. Talsmaður túnískra stjórnvalda talar um árásina sem hryðjuverkaárás. Áhyggjur af öryggi landsins hafa farið vaxandi í kjölfar versnandi ástands í nágrannaríkinu Líbíu. Fjöldi túnískra ríkisborgara hefur einnig haldið af landi brott til að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak og er óttast að margir þeirra snúi síðar aftur heim til að fremja hryðjuverk.Post by Ghassen Chougrani. MORE: Tunisian official says 8 killed in shooting attack on museum adjacent to national parliament building: http://t.co/EsJ82kfg07— The Associated Press (@AP) March 18, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Fleiri fréttir Bifreið keyrt á hóp fólks í Magdeburg Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira