Erlent

Mótmæltu vélmennum á tæknisýningu í Texas

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hópurinn vill að farið verði varlega í þróun gervigreindar og vélmenna. Mynd tengist frétt ekki beint.
Hópurinn vill að farið verði varlega í þróun gervigreindar og vélmenna. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Getty Images
Hópur mótmælenda mætti fyrir utan menningar- og tæknihátíðina South by Southwest í Texas á laugardag til að mótmæla vélmennum. Mótmælendurnir óttast að vélmenni muni einn daginn hafa vitsmuni til að taka yfir heiminn.

Talsmaður hópsins sagði í samtali við tæknisíðuna TechCrunch að tilgangur mótmælanna væri að vekja athygli á hættunum sem geta stafað af ótakmarkaðri þróun gervigreindar og vélmenna.

Talsmaðurinn ítrekaði í samtalinu að hópurinn væri ekki á móti tækniþróun, ekki einu sinni vélmennum. Það þyrfti hins vegar að fara varlega og gæta þess að fólk hefði fulla stjórn á tækninni.

Vísaði talsmaðurinn meðal annars til greinar sem rafbílamógúllinn Elon Musk hefur sagt um fara þurfi varlega í þróun gervigreindar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×